Slæm samviska.

Þeir sem geta ekki sofið eru með slæma samvisku segir hann Gösli minn.Gösli Og hann lýgur ekki frekar en mogginn.

Þar með er komin skýring á veru minni hér við tölvu um hánótt.Whistling

Nú er komið að verklokum, sex mánaða verkefni að ljúka. Spennan er mikil þarf að hringja þegar svipirnir eru sofnaðir og mennirnir komir á stjá.  Þá fæ ég að vita nánar um hvað í þessum degi felst og þeim næstu.

Ekkert dularfullt á ferðinni en ekki heldur neitt sem er merkilegt í sjálfum sér, en ég á sjálf eftir að öðlast vitneskju um hvað verður.

Ef allt fer vel, hvað er þá ein vökunótt að sumri? Ef allt fer illa, hvað er þá ein vökunótt að sumri?

Allavega er sama hvort ég vaki eða sef, ekkert verður ljóst fyrr en eftir sjö í fyrramálið.

Og ég sef bara næst.

Ég velti því fyrir mér hér og nú hvort einhver hafi dáið úr svefnleysi!!!!!!!!!!!!!!  Örugglega ekki eftir eina svefnlausa nótt.

Á svona nóttum finnst mér ekki gott að búa í fjölbýlishúsi hér í Reykjavíkinni, betra væri að vera í einbýlinu með honum Gösla mínum í Borgarnesi og hlusta á hroturnar, vita af honum inn í rúmi, setja tónlist á.

Snúast í kringum sjálfan mig án þess að hafa áhyggjur af því að maðurinn með stutta pissið vakni! Eða konan með hóstann. Og svo framvegis og svo framvegis.

 

Njótum þess sem við höfum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband