11.5.2008 | 06:48
Blóm dagsins fær .............
hún mamma mín fyrir að hafa fætt mig og klætt, komið mér til manns. Lagt grunn að því sem ég er í dag.
Elsku mamma mín til hamingju með daginn, sólblóm þér til handa:
Og af því að ég hef ekki heimsótt þig lengi sótti ég blómvönd handa þér og setti þau í vasa.
Ég á orðið erfitt með að líta til þín síðan þú hættir að þekkja mig, ekkert líf í augunum sem gæti sagt að þú vissir að ég væri þarna. En það er eins vel hugsað um þig og unnt er miðað við undirmönnun á lokuðu hjúkrunardeildinni sem þú ert á.
Ég bið Guð minn sem oftar að kalla þig heim til sín. Þínum vinnudegi er lokið hér á þessari jörð.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars. Enginn veit hversu mikinn tími er til stefnu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.