8.5.2008 | 22:57
Ég elska vitleysu, vitleysinga, bull og þvælu ....................
Og að sjálfsögðu sjálfan mig. Og örlítið aðra.
Sunddrottningin er fögur:
Greinilega afspyrnu skemmtilegt!
Mér þykir gaman þegar einhver tekur sig til og raðar stafrófinu upp aftur og aftur og úr verður það sem gleður hjartað:
1. Að verða ástfanginn.
Ég elska að vera ástfangin.2. Að hlæja svo mikið að maður fái verk í magann.
Er nokkuð skemmtilegra?3. Heitt bað.
Með ilmkjarnaolíum og kertaljósi.4. Engin röð í búðinni.
Fátt betra.5. Sérstakt augnatillit.
Smá aðdáun!6. Að fá tölvupóst.
Alltaf sælt.7. Að keyra um fallegan veg.
Þurfa ekki að vera við stýrið.8. Að heyra uppáhaldslagið þitt í útvarpinu.
Taka undir hátt og ........9. Að liggja í rúminu og hlusta á rigninguna fyrir utan.
Með bókina á maganum.10. Heit handklæði sem eru nýkomin úr þurrkaranum.
Án mýkingarefnis.11. Að finna peysuna sem þig langar í á útsölu.
Og kaupa hana.12. Súkkulaðisjeik (eða karmellu eða jarðarberja...)
Ég fæ vatn í munninn.13. Símtal við vin, sem endist klukkutímunum saman.
Og ekki hugsa um kostnað.14. Freyðibað.
Engin börn á snerlinum.15. Að hnerra.
Án þess að kæfa hann í fæðingu.16. Gott samtal.
Vinir eru ómetanlegir.17. Ströndin.
Sandur á milli tánna.18. Að finna 500 kall í gömlum jakka.
Ríkar en ég hélt.19. Að hlæja að sjálfum sér.
Upphátt hvar sem er.20. Miðnætursímtal frá góðum vin sem varir alla nóttina.
Ástfangin?21. Að hlaupa í gegnum vatnsúða.
Berfætt!22. Að hlæja af engri sérstakri ástæðu.
Þarf ástæðu til?23. Að láta einhver segja þér að þú sért falleg(ur)
Hrós nærir.24. Að hlæja aftur að gömlum brandara.
Og aftur og aftur.25. Vinir.
Skilyrðislaus vinátta er einstök.26. Að heyra fyrir tilviljun einhvern segja eitthvað fallegt um þig.
Notarlegt.27. Að vakna og fatta að þú mátt sofa lengur.
Snúa sér á hina hliðina.28. Fyrsti kossinn.
Eitthvað sem gleymist ekki.29. Að eignast nýjan vin.
Sjaldgæft en gott.30. Að leika sér með gæludýrinu þínu.
Fer eftir gæludýrinu.31. Að láta einhvern fikta í hárinu á þér.
Svífa inn í draumalandið.32. Góðir draumar.
Vakna brosandi.33. Heitt kakó.
Tekex með osti.34. Bíltúr með góðum vinum.
Í fallegu umhverfi.35. Göngutúr.
Og leiðast hönd í hönd.36. Að pakka inn gjöfum og setja þær undir jólatréð.
Nostra við hverja slaufu.37. Að syngja mjög hátt þegar þú ert aleinn.
Ójá.38. Að fara á góða tónleika.
Og raula með.39. Að ná augnsambandi við einhvern sem þér þykir vænt um.
Framkallar bros.40. Að vinna erfitt spil.
Vera með dugar.41. Að baka smákökur.
Og hveitiský um allt hús.42. Þegar vinur þinn sendir þér heimabakaðar kökur.
Það er mjög persónulegt.43. Að vera með vinum þínum.
Sumt er hægt án orða.44. Að sjá vini þína brosa og hlæja.
Iljar að hjartarótum45. Að halda í hendina á þeim sem þú elskar.
Þarf meira?46. Að hitta gamlan vin og sjá að sumir hlutir breytast aldrei.
Sumir koma inn í líf manns til að vera.47. Að sjá svipinn á einhverjum þegar hann opnar langþráða gjöf frá þér.
Litlir hlutir gleðja.48. Að horfa á sólarupprásina.
Og upplifa þakklæti.49. Að fara á fætur hvern dag og vera þakklátur fyrir enn einn fallegan dag.
Og gleyma ekki gleðinni.
Held svo áfram út í nóttina.
Njótum hvers annars.
Athugasemdir
Ég hef svo gaman af sjálfri mér þessa dagana að ég vildi dreifa mér út um allt. Og vona að aðrir hafi gaman af líka.
Ég gleymdi Anna að verða ráðsett þegar ég varð miðaldra.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 9.5.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.