6.5.2008 | 08:38
Veit ekkert.
Ég veit ekkert um peninga. Ég veit ekkert um sparnað. Ég veit ekkert um kreppu.
Ég veit ekki hversvegna nú er kreppa, líti ég ár til baka og skoða stöðuna hjá mér þá (er síhugsandi út frá eigin nafla) ekki krepputal, engin átti að spara, hvar kreppir að?
Ég veit að ég þarf að vinna fyrir peningum, peningarnir sem ég vinn fyrir eru mínir peningar. Ef ég á enga peninga get ég ekkert keypt.
Ég hef oft þurft að neita mér og mínum um sitthvað. Ég hef dottið í umframeyðslu (borga seinna pakkinn-kreditkort-yfirdráttur-skyndilán-víxlar og svo framveigis).
Lærði af því, til að laga stöðuna þurfti ég að vinna meira og eyða minna.
Á langri ævi hef ég lært að fara vel með (oftast nær) það dugar.
Þegar ég ek um á mínum aldraða eðalvagni og stórar glæsibifreiðar eru allt um kring, hugsa ég með mér:
Ég á þó minn.
Ég á nóg af öllu.
Tíma -börnum og peningum.............Þarf ég meir?
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
Heimilin auka sparnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið var þetta góð og nærandi færsla. Fólk verður nefnilega aldrei ánægt né hamingjusamt ef því finnst það aldrei hafa nóg. Þú nefnir einmitt merg málsins í þessu öllu; að vera þakklátur og ánægður með það sem maður hefur því það hafa svo ótalmargir miklu, miklu minna. Og heilbrigð börnin og hamingjusamt heimili er ríkidæmi sem er ómetanlegt.
Já, Hafdís Lilja, við erum lánsamar kellur.
Takk fyrir innlitið og komdu sem oftast.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.5.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.