4.5.2008 | 10:58
Gott mál
já svo má segja. Mikill erill hjá lögreglu þýðir að þeir hafa nóg að gera. Mikið að gera þýðir að þeir fá laun fyrir. Sem þýðir að engin er kreppan hjá þeim. Aumur er atvinnulaus maður stendur einhverstaðar ekki gildir það um lögreglumennina sem sinna sínu þjónustuhlutverki vel við okkur sem viljum sofa á fallegu vornóttum, allavega ekki vera með slagsmál og ólæti.
Gott mál að allir geti verið ölvaðir það þýðir að þeir eru ekki blankir. Sem getur líka þýtt að þeir séu ekki atvinnulausir. Sem þýðir að krepputal er óviðeigandi. Auðvirðilegur er drukkinn maður stendur skrifað á góðum stað en hugsum alla vinnuna sem verður til kringum ofurölvi/útúrdópað fólk.
Nefni sem dæmi:
Lögreglu
Leigubílstjóra
Veitingastaði
Bari
Fangaverði
Lækna
Hjúkrunarfræðinga
Meðferðarheimili
Og svo framvegis og svo framvegis. Og svo framvegis.
Drekka og dópa, þannig er hægt að stuðla að litlu atvinnuleysi og engri kreppu fyrir þá sem sinna einstaklingum í annarlegu ástandi vegna neyslu efna sem breyta hegðum. Breytir þá litlu hvort um lögleg eða ólögleg efni er að ræða. Aukinn atvinna.
Lítum ætíð á björtu hliðarnar!
Svo má huga að framleiðslu og dreifingu þessara efna, margir standa þar að baki.
Líkamsárás, ölvun og ólæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta fanst mér sætt hjá þér.Hann Erill okkar stíngur upp hausnum öðruhverju.
sigurbjörg. (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 11:08
flott að líta svona augum á málið heheh,já það er ekki kreppa hjá þessu fólki,ekki ef það á endalaust aur fyrir dópi og brennivíni....
Guðrún (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 12:55
Ég trúi ykkur fyrir því hér og nú gott fólk ( veit að þið látið það ekki fara lengra)
mér hefur oft dottið meiri vitleysa í hug.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 4.5.2008 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.