22.4.2008 | 08:29
Hver er lausnin?
Ef til lausn? Eða þarf lausn? Hver ber ábyrgð á börnunum okkar?
Þurfum við að vinna svona mikið eins og við gerum?
Þurfum við gæslu á stofnunum fyrir börnin okkar frá sex mánaða aldri til tvítugs, átta til tíu tíma á dag?
Til hvers erum við að eignast börn og viljum síðan að hver stofnunin á fæti annari sjái um þau?
Gott væri að einhver talnaspekingurinn tæki saman þann vökutíma
sem við eyðum með börnum okkar á átjan ára tímabili og hversu löngum tíma þau verja á stofnunum lands og þjóðar.
Mætti vera fimm daga vikunnar.
Svo væri gott að velta því fyrir sér í hvað sá tími færi.
Jæja ég veit að engin eru svörin því ekki viljum við horfast í augu við það sem er okkur óþægilegt.
Fyrir margt löngu síðan kynntist ég konu, Guðmunda heitir hún. Hún hafði þann háttinn á að hafa börnin sín tvö á leikskóla/skóla á sitthvorum tímanum. Annar fyrir hádegi hinn eftir hádegi.
Hún sagðist vilja eyða tíma með þeim í sitthvoru lagi, gæða tími með hvorum fyrir sig. Fyrir þetta athæfi sitt sætti hún um margra ára skeið ámælum, vinir, kunningjar og fræðingar töldu réttara fyrir hana að hafa þá á sama tíma á stofnunum svo hún fengi frið!!!! frá þeim.
Annað sagði hún mér og mér þótti áhugavert:
Þegar faðir barnanna kom heim að loknum vinnudegi, fóru þau ætíð saman öll fjögur og gerðu það sem þeim þótti áhugavert og skemmtilegt, ganga, hjóla, skíði, skautar, sund og svo framvegis......fyrst og fremst eyddu þau tíma saman öllum til ánægju og gleði.
Þau þurftu lítið/ekkert á bágborinni aðstöðu frístundaheimila og félagsmiðstöðva að halda.
Ef ég væri að byrja minn barneignaferlil sem hófst fyrir þrjátíu og fimm árum og lauk fyrir tuttugu og sex að verða, tæki ég Guðmundu mér til fyrirmyndar.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Mjög bágborin aðstaða barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.