Andskotans fíflin! Drottinn blessi í mér tunguna.

 Skemmdarfýsn, asnaháttur og eignarspjöll.

Laust fyrir klukkan tíu í gærkveldi var bankað pent hjá mér hér í Reykjavíkinni.  Ég fór til dyra.  Fyrir utan stóð kona með eitthvað í hendi.  Ég kjóaði augunum á hendur hennar og bjóst við sölumennsku eða óskup venjulegu betli.

Nei hvorugt.

Hún var með nokkra plastrenninga í hendi sér, á þeim voru skrúfunaglar.

Konan tók til máls, hún hafði fundið þessa renninga við dekkin á bílnum sínum, hér á bílastæðinu.  Tók eftir þeim fyrir tilviljun sagði hún.  Vildi láta mig vita því henni hafði sýnst að svona naglarenningar væru við hvern bíl.

Það lengdist á mér andlitið.

Varð hvumsa.

Og spurði síðan heimskulega:  Hvað gengur fólki til?

Ekkert svar.  En við ræddum um stund innræti og tilgangsleysi, skort á einhverju sem hvorug okkar skyldi.

Þakka þér fyrir ágæta kona.  Þú hefur án efa sparað mér stórfé. 

Enn er gull í mannsorpinu.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Jú jú það er enn til fullt af gullum, fólk er bara ekki nógu duglegt að sýna þau :o)

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 18.4.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband