15.4.2008 | 07:48
Hjartaáfall.
Það munaði minnstu að ég þyrfti að lýsa yfir ótímabæru andláti mínu í gærkveldi.
Fjárhúsið í Stykkishólmi, leikur í körfubolta kostaði mig nærri lífið.
En ég slapp fyrir horn annars væri ég að skrifa að handan núna.
Hjartað í mér var á mesta hraða, 500 slög á mínútu eða svo. Blóðþrýstingurinn heldur í hærra lagi, ég sem hélt í einfeldni minni að ekki væri eins hættulegt að horfa eins og að taka þátt. Mér skjöplaðist eins og svo oft áður. Jæja en hvað með það drengirnir í Snæfell unnu og er ég kát með það.
Áfram Snæfell.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.