14.4.2008 | 14:51
ÓN'YTUR þjóðfélagsþegn.
Ég viðurkenni það hér og nú. Handónýt.
Kona sem stutt á eftir í sextugsafmælið og hefur ekkert annað að gera eða enga döngun í að gera eitthvað viturleg, annað en að hanga í tölvu daglangt er ekki metin til margra fiska hvað þá geita.
Búin að skruna yfir helstu bloggfærslur á síðum netsins, skanna það sem hefur náð athygli minni, skamma kettina og rygsuguróbotinn. Rífast í sjálfri mér fyrir leti og ómennsku. Hálfnuð við að gera allt og ekki neitt.
Ef margir eru á sömu nótum og ég þá er ekki að undra að kreppa sé í nánd.
Eðli málsins samkvæmt ætti ég að vera á vinnumarkaðnum og vinna fyrir salti í grautinn minn og þotum fyrir ráðamenn þjóðarinnar.
Fer í að búa til fleiri bloggsíður til að hella úr minni andans ruslafötu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.