31.3.2008 | 19:42
Ódýrt bensín!
Skemmtilegt þetta, ekki hægt að segja annað. Ef bensín er ódýrt núna hvenær verður það dýrt?
Það er sauðslegt að spyrja en stundum velti ég mér upp úr hlutum sem ég get ekki breytt, hugsa málið og kemst að engri niðurstöðu.
Ég mælist til þess að bensín hækki meira, óðaverðbólga leggist enn einu sinni yfir landið. Kaup lækki, fátækrahælum verði komið upp hér og þar um landið. Súpueldhúsum líka. Það eina sem mér finnst að eigi að gæta vel og vendilega að:
Ekkert bitni á ráðamönnum þjóðarinnar, þeir komist áfram í sín heimsferðalög á kostnað þjóðarinnar, aki og eti á kostnað skattborgara og geti haft það áfram betra en við hin það er sauðsvartur almúginn.
Nöldri dagsins lokið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.