22.3.2008 | 13:41
Nornabrækur.
Nornabrækur eru merki vorkomu, í gær þegar ég ók í höfuðstaðinn sá ég að þær héngu virðulegar mislitar af öllum stærðum og gerðum á gaddavírsgirðingum landsmanna. Ég brosti blíðlega með sjálfri mér "Vorboði".
Þegar nær dró birtust mótorhjól af öllum stærðum og gerðum " Vorboði".
Og er ég var kominn á stórhafnarfjarðarsvæðið urðu á vegi mínum fallegar konur með barnavagna, stoltar blíðlegar konur "Vorboði".
Ekkert jafnast á við vorið með öllu sínu - fólkinu - fuglunum- blómunum og lífinu sjálfu í sinni fegurstu mynd. Það er svo gott að vera til.
Njótum dagsins, lífsins, og hvers annars.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.