Ást

Ég er nýbúin að uppgötva ástina.  Ekki seinna vænna.

Á sunnudagsmorgun var ég að sýsla í eldhúsinu, kyrrt var úti og inni, friðsæld allstaðar.  Þá bárust mér til eyrna hrotur inn úr svefnherbergi.  Ég hlustaði um stund, brosti svolitlu kjánabrosi.  Ég fylltist hlýju, inní mér hríslaðist sælutilfinning, ég hef og á allt sem ég þarf og mig langar í og það hrýtur!  

Ég tók til morgunverð og naut þess að vera til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband