Heimurinn og ég

                     

Þess minnist, ég að mér og þessum heimi     

kom misjafnlega saman fyrr á dögum.    

Og beggja mál var blandað seyrnum keimi,      

því báðir vissu margt af annars högum.      

                                                         

Svo henti lítið atvik einu sinni,               

sem okkur, þessa gömlu fjandmenn sætti:            

að ljóshært barn, sem lék í návist minni,               

var leitt á brott með voveiflum hætti.

 

Það hafði veikum veitt mér blessun sína

og von, sem gerði fátækt mína ríka.

Og þetta barn, sem átti ástúð mína,

var einnig heisins barn og vona hans líka.

 

Og við, sem áður fyrr með grimmt í geði

gerðum hvort öðrum tjón og falli spáðum,

sáum það loks í ljósi þessu sem skeði,

að lífið var á móti okkur báðum.

 

Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi

né byrjum kala neinn í hjörtum inni,

því ólán mitt er brot af heimsins harmi,

og heimsins ólán býr í þjáning minni.

Steinn Steinar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband