8.11.2007 | 06:09
Börnin
Foreldrar og börn.
Að verða foreldri breytir öllu í lífi þínu. Foreldrahlutverkið breytist líka með hverju barni. Hér eru nokkur dæmi um hver breytingin verður frá fyrsta til þriðja barns.
Föt
1.barn: Þú ferð í óléttufötin um leið og þú ert búin að pissa á pinnann og fá tvö strik.
2.barn: Þú ert í þínum venjulegu fötum eins lengi og þú mögulega getur.
3.barn: Óléttufötin eru þín venjulegu föt.
Undirbúningur fyrir fæðingu
1.barn: Þú gerir öndunaræfingar, mjög samviskusamlega.
2.barn: Þú nennir ekki að æfa, vegna þess að þú mannst að síðast gerðu öndunaræfingarnar ekkert gagn.
3.barn: Þú pantar mænudeyfingu strax á 8. Mánuði.
Barnafötin
1.barn: Þú þværð öll litlu sætu fötin, straujar og brýtur saman og raðar í kommóðuna.
2.barn: Þú rennir í gegnum fatabunkann, hendir því sem er mjög blettótt og þværð restina.
3.barn: Strákar geta alveg verið í bleiku, er það ekki ?
Áhyggjur
1.barn: Við fyrsta kjökur eða tíst sem heyrist úr vöggunni, rýkurðu til og tekur barnið upp.
2.barn: Þú tekur barnið upp, svo það veki ekki eldra barnið með vælinu.
3.barn: Þú kennir þriðja barninu að trekkja sjálft upp óróann yfir vöggunni.
Snuðið dettur í gólfið
1.barn: Þú tekur það upp og notar ekki aftur fyrr en þú ert búin að sjóða það rækilega.
2.barn: Þú skolar það undir næsta krana, eða bara með svolitlum ávaxtasafa úr glasi barnsins.
3.barn: Þú þurrkar það mesta af því í bolinn þinn og stingur því aftur upp í barnið.
Bleyjur
1.barn: Þú skiptir um bleyju á klukkutíma fresti, hvort sem þess er þörf eða ekki.
2.barn: Þú skiptir á 2-3 klst. fresti, ef þess þarf.
3.barn: Þú reynir að vera búin að skipta um bleyju, áður en aðrir fara að kvarta undan lyktinni, eða bleyjan dettur niður fyrir hné á barninu.
Afþreying
1.barn: Þú ferð með barnið í ungbarnasund, ungbarnanudd og barnaleikfimi.
2.barn: Þú ferð með barnið í ungbarnasund.
3.barn: Þú ferð með barnið í Kringluna og Smáralind.
Pössun
1.barn: Í fyrsta skipti sem þú ferð út, þá hringirðu heim, 5 sinnum.
2.barn: Þú rétt mannst eftir að skilja eftir númer, sem hægt er að ná í þig.
3.barn: Þú segir barnfóstrunni að hringja bara ef það sést blóð.
Heima
1.barn: Þú eyðir góðum hluta dagsins í að stara á barnið.
2.barn: Þú eyðir góðum hluta dagsins í að stara á eldra barnið svo það klípi ekki eða poti í augun á nýja barninu.
3.barn: Þú eyðir góðum hluta dagsins í að fela þig fyrir börnunum.
Tekið saman af þriðja barni sem spyr enn: "Hvar eru barnamyndirnar af mér eiginlega ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.