Mannrækt

 

 


Hvað er langt síðan þú:


Skiptir um skoðun í mikilvægu máli?

Prófaðir nýja tómstundariðju?

Fórst á námskeið á nýju sviði?

Tókst þátt í íþrótt eða leik?

Notaðir stundarfjórðung, eða meira, í að sinna líkama þínum, tilfinningum eða skynjun?

Kynntir þér nýtt tungumál eða menningu?

Hlustaðir í stundarfjórðung, eða lengur, á skoðanir sem þú varst ósammála um, trúarbrögð, stjórnmál, einkamál eða atvinnumál?

Bragðaðir nýjan rétt, fannst nýjan ilm, hlustaðir á nýtt hljóð?

Lést eftir þér að gráta eða segja “mér þykir vænt um þig” eða reka upp öskur eða viðurkenna að þú værir hrædd(ur)?

Horfðir á sólina (tunglið) setjast eða fugl svífa á vængjum eða blóm springa út í sólskini?

Ferðast til staðar sem þú hafðir ekki komið á áður?

Eignast nýjan vin eða leggja rækt við gamla vináttu?

Fórst í ¨hugarferð¨(sjónsköpun) - gafst ímyndunaraflinu lausan tauminn í tíu mín. eða lengur?

Gerðir eitthvað sem þig langaði til í það skiptið án þess að hugsa um afleiðingarnar?

Dokaðir við til að “hlusta”á hvað var að gerast innra með þér?

Lést ósjálfrátt í ljós tilfinningu- reiði, fögnuð, ótta, dapurleika, væntumþykju – án þess að hugsa um það?

Gerðir það sem þig langaði til í stað þess sem þér fannst þér “bera”að gera?

Lést eftir þér að eyða tíma eða peningum í stað þess að spara til morgundagsins?

Keyptir upp úr þurru eitthvað sem þig langaði í?

Gerðir eitthvað sem enginn (ekki einu sinni þú) áttir von á?

Robert E. Alberti



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband