Iss piss og allt það....................

Fátækt og atvinnuleysi.

Margir eru atvinnulausir samt vantar fólk til vinnu með börnum, öldruðum og fötluðum- einnig í fiskvinnslu og svo mætti lengi telja.  Íslendingar eru fínt fólk, duglegt - klárt - vel menntað og allt það , samt vinnur það ekki hvað sem er.

Ég vinn með fötluðum, ekki margt fyrir löngu vann kona ein með mér -ein af þeim sem hafði unnið í banka meðan það þótti fínt.  Vinnuhlutfallið hennar var um 80% ef ég man rétt en samt taldi hún sig vera atvinnulausa!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 Henni þótti starfið vera lítils/enskis virði.............

Eins er í pottinn búin með störf með öldruðum og börnum- lítilsverð störf að margra mati.

Ef til vill er vinna með fólki lítils virði-má vera-getur verið  og kannski ekki virði launanna ( sem eru afar lág).

Samt eigum við flest eftir að verða gömul og þurfa aðstoð- vert er að velta fyrir sér hvernig aðstoð við viljum fá?

Mamma sagði frá að hún sem barn hefð farið með mat til móðursystur sinnar sem bjó sín síðustu ár á elliheimilinu Grund, því naumt var skammtað.

Ég vann sem ung kona(um tvítugt) á elliheimili, baðað var á hverri deild á hálfsmánaðar fresti - öllum smalað saman og færibanda skrúbb á vistmenn.  Nú er víst luxus í gangi, baðað einu sinni í viku.

Ég segi enn og einu sinni - ef við leyfum þeim að lifa gerum vel við þau.

Yfir í fátæktina, hvað er að vera fátækur?

 

Sá spyr sem ekki veit.

 

Eigum sem bestan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband