Færsluflokkur: Bloggar

Úr því að við leyfum þeim að lifa..................

"Skref til baka í réttindum aldraðra og öryrkja"  er ekki rétt að gera vel við þau.

Svokallað góðæri færði öldruðum lítið, öryrkjum minna og fötluðum ekkert.  Hvar er betra að beita hnífnum góða en á þá sem ekki geta varið sig - stutt er í að forsætisráðherra komist á löglegan eftirlauna aldur ætli hún þurfi að lifa á skertum lágmarksbótum?

Æji ég verð bitur af vanmætti og skammast mín fyrir að geta ekki gert meira.

 

Njótum dagsins.


Til móður minnar á mæðradaginn.

Mamma er horfin inn í heim elliglapa, hún fær mínar bestu kveðjur í tilefni dagsins.  Ég hef ekki mikið ort því set ég inn ljóð sem ég fann á netinu móður minni til dýrðar og heiðurs.

 

  Til móður minnar. 

Móðir mín kæra sem svo blíð hefur borið,

birtu á lífið og grætt eins og vorið.

Með ást þinni og hlýju og hljómfagri rödd,

hleypidómslaus nú hér ertu stödd. 

Það sem einkennir framkomu og fegurð þína alla,

er frelsið og trúin á fræ sem að falla.

Svo fúslega gefur og færir þeim yl,

sem finna ekki ljósið eða kunna á því skil. 

Aldur þinn berðu sem blómstrandi rós,

sem brosir til sólar og þarf ekkert hrós.

Verklag þitt móðir og vilja sem þarf,

vonandi fékk ég frá þér í arf. 

Ég leitaði að gjöf, en gefa ei kann

og orð þessi fátækleg aðeins ég fann.

Ég veit að ég mæli líka fyrir minn bróðir,

lánið er okkar, að eiga þig móðir.                                       

Ljóð: Gummi.    

Til móður minnar.

Vanga mínum væra straukst,
vöggu yfir minni.
Andans dyrum upp þú laukst,
okkar styrktir kynni.

Hugur þinn og hjarta vært,
hlýju mér nú færa.
Brosið ljúfa, bllíða, tært,
bezta móðir kæra.

Lífshlaup okkar lykkjótt var,
löng var okkar ganga.
Napur vindur nýsti, skar,
naska ferðalanga.

Geislar Sunnu glampa nú,
gangan verður mýkri.
Okkar vonum, ást og trú,
erum núna ríkri.

Lífið eins og ljúfur blær,
lengur ekki plagar.
Framtíð okkar falleg, vær,
fagrir, langir dagar.

Mínar þakkir móðir kær,
margar átt þú inni.
Ég vona að þú skínir skær,
á skjótri lífsleiðinni.

Ljóð: Árni Einarsson

 


Má hafa fleiri stofnanir/fyrirtæki opin skemur?

Mér er efst í huga sólarhringsopnanir verslana.  Ef til vill þurfum við námskeið í skipulagningu innkaupa eða læra að bíða til morguns, hver veit - hver veit en ég trúi því einlægt að vöruverð lækki við skemri opnunartíma.

Án efa er hægt að finna leiðir til sparnaðar allstaðar í þjóðfélaginu og trúlega er best að byrja hjá sjálfum sér.

Og gott væri að stjórnvöld létu eitt yfir alla ganga í þeim aðgerðum sem eru væntanlegar.

Njótum þess er við höfum.


mbl.is Opið skemur og 10-12 milljónir sparast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott er að eiga góða að.

Mér þykir gott að vita um súpueldhús, það sveltur enginn á meðan.  Fólkið og styrktaraðilar sem vinna á þessum stöðum eiga mikið hrós skilið, ég tek ofan hatt minn í auðmýkt. 

Fleiri staðir mættu fylgja í kjölfarið, og bjóða frían mat, öll getum við lagt lið, með vinnuframlagi eða beinum fjárstuðningi. 

Hjálpum hvort öðru og verum góð hvert við annað.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

 


mbl.is Metaðsókn í ókeypis súpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svolítið undrandi hlessa og bit.

Öll mál af svipuðum toga eru sársaukafull fyrir marga aðila því ótrúlegur fjöldi einstaklinga koma að því með einum eða öðrum hætti, til að mynda fjölskyldur bæði þolenda og gerenda.  Gæti ég gert það efni að löngum pistli en læt vera að sinni.

Ég skil alls ekki hversvegna prestur vill setjast aftur í stólinn, ég skil ekki hversvegna Biskupsstofa þarf tíma til að velta málinu fyrir sér núna/ennþá ef legið hefur fyrir síðan í desember að ekki óskað eftir þjónustu þessa prests.

Fyrir hvern er prestur í sókninni?

Þar fyrir utan trúi ég því að fátt gott leiði af einstaklingi sem ekki er velkominn hvar í sveit sem hann er settur.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.


mbl.is Sóknarnefnd leggst gegn endurkomu Gunnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og mér barst vísa eftir síðustu færslu frá ástmanni mínum.

Ég vissi að í uppsveitum Árbæjarhverfis.

Var yndisleg kona, sem stundaði að nudda.

Og alltaf í mínum djörfustu draumum.

Mig dreymd'ana, væri eg að gutla með Skudda.

 

Í nótt er eg ætlaði að heimsækja hana.

Var helvítis bræla, með norðaustan rudda.

Og loksins er kom ég að þrepunum þessum.

Var þrekið mitt búið, af of miklum Skudda.

"Skuddi" er skagfirska og þýðir illa soðinn landi.

 


Áfengisdauður ungur maður.

Ég vappaði út úr fjölbýlishúsinu þar sem ég bý fyrir klukkan sjö í morgun, hér er sameiginlegur inngangur fyrir sex íbúðir, á fyrstu hæðinni lá ungur maður án efa fallegur svona á venjulegum degi og svaf svefni hinna drukknu með bjórflösku sér við hlið.

Hvað skal gera? Gera ekki neitt var ákvörðunin - enda kemur mér ekkert við hverjir geta notað áfengi og hverjir ekki. Ég fór út í morgunfegurðina eftir smástund kom sektarkenndin gamalkunna: ef hann ..............  hvað þá.  Svo skrifarinn snéri við og vakti kauða og bað hann blessaðann að koma sér heim til mömmu og pabba hið snarasta.  Ég fékk ekkert svar en viðkomandi deplaði augum sem ég túlkaði á þann veg að skilningur væri fyri hendi. 

Bíð spennt eftir að hann komi sér burt, hugsandi um myndavél, myndatöku,myndir fyrir unga manninn svo hann viti hve óskaplega var gaman í þessu teiti.

 

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

 


Heyr-heyr-heyr fyrir kúnnanum.

Á langri æfi hef ég oft farið til hársnyrtis/klippara, einatt þurft að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir að röðin kæmi að mér og er hér ekki að tala um kristlegt korter.

Oft fengið góða þjónustu, oft slæma- klippt allavega öðruvísi en beðið var um.  Oft kvartað og kveinað jafnvel gengið með höfuðfat meðan hárið síkkaði passlega mikið.

Ég hef aldrei bitið neinn eða brotið innréttingar vegna sárrar óánægju með toppstykkið á mér þó svo ég hafi ekki fengið endurgreitt. ( Í laumi tek ég ofan fyrir konunni er þó á móti ofbeldi - ég hvíslskrifa þetta)


mbl.is Óánægður kúnni beit hársnyrtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um þessar mundir ...........

eru tvö ár síðan elsti sonur minn var kallaður heim af velli, samt búin að vera hér svo stutt en reyna svo margt..... Hann er í góðum málum þar sem hann er því Guð er góður.

Ég sakna hans.

 

Njótum þess sem við höfum.


Kraftaverk.

Góði Guð, ef ég má biðja um eitt kraftaverk viltu þá gera mig að betri manneskju?

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband